Eigendur

Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins
Reykjavíkurborg
Höfðatorg, Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Kennitala: 530269-7609
VSK númer: 77928

Til að senda almennan póst á Skíðasvæðin vinsamlegast sendið á
Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík

Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB) urðu til með tilkomu þjónustusamnings milli tólf sveitarfélaga á Suðvesturhorni landsins árið 2003 um rekstur skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Ný stjórn SHB fór með verkefni Bláfjallanefndar auk þess að annast rekstur skíðasvæðisins í Skálafelli sem áður var alfarið á ábyrgð Reykjavíkurborgar.

Í þjónustusamningnum ábyrgðust sveitarfélögin árlegt framlag til rekstrar og framkvæmda á samningstímanum. „Tilgangur þjónustusamnings var að stuðla að markvissu starfi á þeim sviðum sem skíðasvæðunum er ætlað að sinna og gera þeim mögulegt að bæta þjónustu sína. Með samningnum er einnig leitast við að tryggja sem besta nýtingu þess fjármagns sem lagt er til skíðasvæðanna með langtímaákvörðunum.

Gerður var nýr þjónustusamningur milli sveitarfélaga í nóvember 2013 og gildir hann til ársins 2016. Aðilar að þeim samningi eru eftirfalin sveitarfélög: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær.

Stjórn

Eva Einarsdóttir

Fulltrúi Reykjavíkur, formaður


Björg Fenger

Fulltrúi Garðabæjar


Theódór Kristjánsson

Fulltrúi Mosfellsbæjar


Magnús Örn Guðmundsson

Fulltrúi Seltjarnarness


Pétur Óskarsson

Fulltrúi Hafnarfjarðar


Anný Berglind Thorstensen

Fulltrúi Kópavogs


Samstarfsnefnd Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins ásamt framkvæmdastjóra. Á myndina vantar Pétur Óskarsson fulltrúa Hafnarfjarðar ásamt Ómari Einarssyni framkvæmdastjóra ÍTR.