Skíðaganga

Skíðagöngusvæðið hefur farið stækkandi með auknum vinsældum og býður upp á leiðir við allra hæfi. Brautum er haldið opnum og vel troðnum eftir aðstæðum hverju sinni og eru valdar leiðir upplýstar á kvöldin. Gangan er frábær hreyfing sem hentar öllum.

Tilvalin bílastæði fyrir gönguskíðafólk er vestur af skíðaskála Ármanns og til móts við Breiðabliksskála.

Skáli Skíðagöngufélagsins Ulls er sunnan undir hólnum vestan við Suðurgil. Þar er boðið upp á aðstöðu fyrir skíðagöngufólk til að bera á skíði og borða nesti og við skálann fara fram æfingar í skíðagöngu svo og námskeið fyrir almenning. Félagið á takmarkað magn af búnaði til skíðagöngu sem hægt er að leigja, bæði fyrir börn og fullorðna.

Salernisaðstaða er við bílastæðið á milli Gosans og skála Ulls.

Búnaður, áburður, göngutækni og staðsetningar – bæklingur.pdf


Skoða vefmyndavél

Staðan í Bláfjöllum

  • 18/4 2024 kl. 09:03

    Opið verður í Bláfjöllum frá kl 14-21.

    Hér er núna -2,5°, logn og sólin að koma upp. Gæti þykknað eitthvað upp í dag.

    Göngubrautir verða lagðar kl. 14

    Við viljum minna á rútuna í Bláfjöll sem er alla opnunardaga skv. áætlun og fer bæði frá miðborg Reykjavíkur og Hafnarfirði, Garðabæ, Mjódd og Norðlingaholti.  Sjá nánar á undir “rútuáætlun” á heimasíðunni.

  • Opið
  • Lokað

Heimatorfa

  • Brettalyfta
  • Drottningin, 4 sæta
  • Kóngurinn, 4 sæta
  • Lilli klifurmús
  • Patti broddgöltur
  • Töfrateppi
  • Amma mús
  • Hérastubbur
  • Hringekja
  • Dew dýnan
  • Púkinn Park

Suðursvæði

  • Bangsadrengur   Opnar kl 18:00
  • Mikki refur   Opnar kl 18:00
  • Kormákur afi   Opnar kl 18:00
  • Jón Oddur   Opnar kl 18:00
  • Jón Bjarni
  • Gosinn, 4 sæta   Opnar kl 18:00

Gönguleiðir

  • Leiruhringur (1 km)   Opnar kl 14:00
  • Grunnbraut (2.5 km)   Opnar kl 14:00
  • Fimman (5 km)
  • Strompahringur (6.5 km)   Opnar kl 14:00
  • Kerlingardalur (12 km)
  • Nánar síðar
Uppfært: 18/4/24 kl 07:26

Skisporet.no