Vinsamlegast athugið eftirfarandi:

Allir skíðaiðkendur í Bláfjöllum þurfa „Hart kort“. Hart kort kostar 1.000 kr og hægt er að fylla á það aftur og aftur. Ef viðkomandi vill skila kortinu þá er 500 kr. skilagjald – kortið þarf að vera í lagi!

Mikil þægindi eru í notkun harða kortsins, þú hefur kortið í vasanum vinstra megin og þarft ekki að taka það upp þegar þú ferð í gegnum hliðin. Engar teygjur og ekkert vesen!!

Einnig viljum við ítreka að dagskorta- og klukkustundarkortasala fer fram á tveimur N1 stöðvum. Annars vegar við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Ártúnsbrekku á leið uppeftir.

Kort sem eru með númeri aftan á sem byrjar á 08- eru því miður orðin úrelt hjá okkur og ekki hægt að hlaða inn á þau. Viðskiptavinir þurfa því að kaupa nýtt kort til að nota í lyftur.

Hart kort er ekki innifalið í neðangreindum verðum.

 

Fullorðnir Unglingar Börn Börn Eldri borgarar
  1951-2000 2001-2005 2006-2010 2011 og yngri 1950 og eldri
Dagskort 3.350 kr. 1.400 kr. 900 kr. Frítt Frítt
1 klst. 1.850 kr. 650 kr. 420 kr. Frítt Frítt
2 klst. 2.300 kr. 870 kr. 520 kr. Frítt Frítt
3 klst. 2.650 kr. 1.050 kr. 580 kr. Frítt Frítt
2 dagar * (1) 6.500 kr. 2.550 kr. 1.700 kr. Frítt Frítt
3 dagar * (1) 9.500 kr. 3.700 kr. 2.400 kr. Frítt Frítt
Barnalyftur* (2) 1.000 kr. 1.000 kr.  – Frítt Frítt
Vetrarkort tilboð ** til áramóta* (3) 28.000 kr. 14.200 kr. 8.100 kr. Frítt Frítt
Vetrarkort eftir áramót 32.500 kr.
Vetrarkort-gönguskíði 11.500 kr. Frítt Frítt Frítt Frítt
Dagskort-gönguskíði 950 kr. Frítt Frítt Frítt Frítt
Hart kort 1.000 kr. 1.000 kr. 1.000 kr. 1.000 kr. * (4) 1.000 kr. * (4)
Endurgreiðsla fyrir hart kort   500 kr.  500 kr.  500 kr.  500 kr.  500 kr.

 

* (1) : Dagskortin má nota hvaða daga sem er í fjöllunum, ekki þarf að nota aðliggjandi daga.
* (2) : Fullorðnir sem ætla eingöngu í byrjendalyftur við Bláfjallaskála og á Suðursvæði.
* (3) : Vetrarkort í skíðalyftur gildir jafnframt sem vetrarkort á göngusvæði.
* (4) : Börn á leikskólaaldri, eldri borgarar og öryrkjar fá frítt á Skíðasvæðin en þurfa þó að hafa „Hart kort“ eins og aðrir.