Skíðabrekkur

Staðan í Bláfjöllum

  • 28/3 2024 kl. 15:08

    Uppfært 15:10

    Þá eru allar lyftur inni.  Vindur við skála er um 7msek

    Gönguspor er klárt, Leirurnar, Grunnhringur, Strompar.

     

    ⚠️ Við vekjum athygli á snjóflóðahættu fyrir utan skíðasvæðið . Varist brattar hlíðar og gil fyrir utan skíðasvæðið.

     

    Áætlaður opnunartími Bláfjalla um páskana

    Dymbilvika mán-mið opið kl. 11-21

    Páskar fim-mán opið kl. 10-17

Heimatorfa

  • Brettalyfta
  • Drottningin, 4 sæta   Opnar kl 10:30
  • Kóngurinn, 4 sæta
  • Lilli klifurmús
  • Patti broddgöltur   Opnar kl 10:00
  • Töfrateppi   Opnar kl 10:00
  • Amma mús   Opnar kl 10:00
  • Hérastubbur   Opnar kl 10:00
  • Hringekja   Opnar kl 10:00
  • Dew dýnan
  • Púkinn Park

Suðursvæði

  • Bangsadrengur   Opnar kl 10:00
  • Mikki refur   Opnar kl 10:00
  • Kormákur afi
  • Jón Oddur   Opnar kl 10:00
  • Jón Bjarni   Opnar kl 10:00
  • Gosinn, 4 sæta   Opnar kl 11:15

Gönguleiðir

  • Leiruhringur (1 km)   Opnar kl 10:00
  • Grunnbraut (2.5 km)   Opnar kl 10:00
  • Fimman (5 km)
  • Strompahringur (6.5 km)   Opnar kl 10:00
  • Kerlingardalur (12 km)
Uppfært: 28/3/24 kl 15:08

Opnunartímar Bláfjalla


  • 14:00 – 21:00

  • 17:00 – 20:00

  • 10:00 – 17:00

Svæðið

Vinsælustu skíðaleiðirnar í Bláfjöllum eru Norðurleiðin og Kóngsgilið. Hægt að komast í þær með bæði Kónginum (nýja stólalyftan) og Drottningunni (gamla stólalyftan). Við Kónginn er einnig Lilli Klifurmús (Borgarlyftan) og Brettalyftan fyrir Mohawk’s parkið. Fyrir ofan Bláfjallaskála eru byrjendalyfturnar Amma Mús og Hérastubbur, ásamt leiktækjum fyrir börn. Fyrir neðan Bláfjallaskála eru auðveldustu brekkurnar fyrir byrjendur með Töfrateppið og kaðallyftuna Patta Broddgölt og eru þær gjaldfrjálsar.

Sunnar komum við svo að Sólskinsbrekku og Suðurgili. Í Sólskinsbrekku er toglyftan Mikki refur, byrjendalyftan Kormákur Afi, tvíburalyfturnar Jón Oddur og Jón Bjarni og byrjendalyftan Amma dreki. Auðvelt er að komast á milli Sólskinsbrekku og Kóngsgils með því að fylgja troðinni braut sem tengir svæðin, eða með kaðallyftunni Bangsadreng sem er við Mikka Ref.

Skíða- og brettafólk

Fyrir byrjendur mælum við einna helst með að halda sig í nágrenni skálanna, þar sem auðveldustu lyfturnar eru.

Við Norðurleiðina er Mohawk’s Parkið sem er snjógarður með stökkpalla fyrir snjóbretta- og freestyle skíðafólk. Hægt er að komast að ofanverðu úr Kónginum og Drottningunni, og svo er sér toglyfta sem þjónustar snjógarðinn.

Við viljum hvetja alla til að fara varlega í snjóhengjum sem eru utan hins skipulagða skíðasvæðis vegna snjóflóðahættu.

Samkvæmt öryggisreglum skíðasvæða á brettafólk alltaf að vera með annan fótinn fastan í lyftunum og aldrei má láta bretti eða skíði renna frá sér.

Slys og óhöpp

Ef þið verðið vitni að slysi á skíðasvæðinu gefið ykkur sem fyrst fram við starfsmenn, eða hringið í 112 og sérþjálfaðir vettvangsliðar munu bregðast við.

Minniháttar meiðsli meðhöndlum við fúslega í Bláfjallaskála, en þá er gengið inn um starfsmannainngang á norðurgafli hússins. Starfsmönnum okkar er ljúft og skylt að veita þá aðstoð sem þeir eru færir um að veita hverju sinni.

Lyftur

Kóngsgil

Drottning

drottning-crop2
Nýja stólalyftan
Árgerð: 2022
Flutningsgeta: 2200 (menn/klst)
Lengd: 1.068m
Fallhæð: 215m

Kóngur

kongur (2)
Stólalyftan í Kóngsgili
Árgerð: 2004
Flutningsgeta: 2200 menn/klst
Lengd: 762m
Fallhæð: 223m

Brettalyfta

brettalyfta
Áður beygjulyfta
Árgerð: 1989
Flutningsgeta: 665 (menn/klst)
Lengd: 595m
Fallhæð: 102m

Lilli klifurmús

lilli-klifurmús
Borgarlyftan
Árgerð: 1974
Flutningsgeta: 703 (menn/klst)
Lengd: 231m
Fallhæð: 74m

Patti broddgöltur

fb-solsetur
Kaðallyfta við Bláfjallaskála
Árgerð: 2003
Flutningsgeta: 1500 (menn/klst)
Lengd: 100m
Fallhæð: 10m

Töfrateppið

tofrateppi
Færiband við Bláfjallaskála
Lengd: 100m
Fallhæð: 10m

Amma mús

amma mús
Byrjendalyfta við Bláfjallaskála
Árgerð: 1986
Flutningsgeta: 717 (menn/klst)
Lengd: 199m
Fallhæð: 21m

Hérastubbur

herastubbur
Byrjendalyfta upp að Breiðabliksskála
Árgerð: 1992
Flutningsgeta: 718 (menn/klst)
Lengd: 293m
Fallhæð: 22m

Kárafold

væntanleg
Hringekja
Fyrir 10 ára og yngri
Einn á hverjum púða

Suðurgil

Gosi

gosi-vetur
Nýja stólalyftan við Suðurgil
Árgerð: 2022
Flutningsgeta: 2200 (menn/klst)
Lengd: 473m
Fallhæð: 155m

Jón Oddur

Jón---Tvúburarnir
Tvíburalyfta
Árgerð: 1978
Flutningsgeta: 663 (menn/klst)
Lengd: 389m
Fallhæð: 106m

Jón Bjarni

Tvíburarnir
Tvíburalyfta
Árgerð: 1999
Flutningsgeta: 663 (menn/klst)
Lengd: 389m
Fallhæð: 106m

Mikki refur

mikki
Toglyfta við ÍR/Víkingsskála
Árgerð: 2003
Flutningsgeta: 695 (menn/klst)
Lengd: 552m
Fallhæð: 91m

Kormákur afi

kormakur
Byrjendalyfta við ÍR/Víkingsskála
Árgerð: 1991
Flutningsgeta: 653 (menn/klst)
Lengd: 281m
Fallhæð: 48m

Bangsadrengur

bangsadrengur
Kaðallyfta, tengileið að Kóngsgili
Flutningsgeta: 1500 (menn/klst)
Lengd: 90m
Fallhæð: 10m

Amma dreki

Amma-dreki