Sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær, sem sameiginlega reka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins undirrituðu 7. maí 2018 samkomulag sem felur í sér að á næstu árum verður ráðist í endurnýjun á skíðasvæðunum.
Samkvæmt samkomulaginu verður ráðist í endurnýjun og uppsetningu þriggja stólalyfta í Bláfjöllum og endurnýjun stólalyftu í Skálafelli. Ennfremur verður settur upp búnaður til snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Samhliða þessum verkefnum verður unnið að áframhaldandi uppbyggingu á skíðgöngusvæði og bættum aðstæðum fyrir skíðagöngufólk.
Þessi verkefni eru fyrri áfangi af tveimur við heildaruppbyggingu skíðasvæðanna sem byggja á tillögu að framtíðarsýn um uppbyggingu og rekstur þeirra til ársins 2030.

Bláfjöll árið 2030

Bláfjöll

 • Ný stólalyfta Drottning í breyttri legu ásamt nauðsynlegum aðgerðum og aðlögun á brautum og endastöðvum. Áætluð tímasetning framkvæmda 2019 til 2020.
 • Ný stólalyfta Gosi í Suðurgili í breyttri legu ásamt nauðsynlegum aðgerðum og aðlögun á brautum og endastöðvum. Áætluð tímasetning framkvæmda 2022-2023.
 • Notuð stólalyfta í Eldborgargil ásamt nauðsynlegum breytingum á endastöðvum. Áætluð tímasetning framkvæmda 2023-2024.
 • Ný toglyfta úr Kerlingadal. Áætluð tímasetning framkvæmda 2023.

Skálafell

 • Notuð stólalyfta ásamt nauðsynlegum breytingum á aðstöðu við endastöðvar. Áætluð tímasetning 2020-2021.

Snjóframleiðsla

 1. áfangi snjóframleiðslu – Bláfjöll; heimatorfan, Kóngsgil og Öxlin.
 2. áfangi snjóframleiðslu – Skálafell eða suðursvæði í Bláfjöllum.

Ofangreind verkefnaröðun og tímasetningar geta breyst ef upp koma tæknilegar eða skipulagslegar aðstæður sem kalla á endurskoðun tímasetninga.

Skíðagönguleiðir

Unnið verði að áframhaldandi uppbyggingu á skíðagöngusvæði með uppsetningu snjógirðinga, stika og merkinga, auk þess sem annar áfangi snjóframleiðslu nýtist til að treysta snjóalag á gönguleiðum og lengja tímabilið fyrir gönguskíðafólk.

Skálafell árið 2030

Horft yfir Kóngsgil

Horft yfir Suðurgil

Horft yfir Eldborgargil

Horft yfir Kerlingadal

Horft yfir Skálafell

 Markmiðin með framtíðarsýninni eru:
 • Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins eru í Bláfjöllum og Skálafelli
 • Miðstöð vetraríþrótta, útivistar og náttúrupplifunar allt árið
 • Á báðum svæðum eru brekkur fyrir skíða- og brettafólki og göngubrautir sem henta áhugmönnum  og keppnisfólki
 • Góðar lyftur sem fara á toppa og tryggja góða dreifingu á svæðinu
 • Stutt bið eftir lyftum
 • Fjölbreyttar brekkur sem henta öllum
 • Góðar aðstæður fyrir skíðagöngu
 • Æfingasvæði góð og skipulögð í samráði við skíðafélög
 • Keppnisaðstæður uppfylla alþjóðlegar kröfur
 •  Snjógerð á báðum svæðum sem bætir snjógæði og treystir rekstur
 • Öryggismál í forgangi
 • Öflugar þjónustumiðstöðvar á báðum svæðum og góð þjónusta í skálum
 • Gistirými og kennsluaðstaða í Bláfjöllum fyrir skólahópa
 • Gott samstarf við skóla- og frístundaþjónustu um skíðaiðkun, útivist og fræðslu
 • Tæki og búnaður sem hentar
 • Eftirsóknarverður og aðgengilegur valkostur fyrir ferðamenn
 • Almenningssamgöngur góðar
 • Góðir vegir og bílastæði
 • Samfélagsleg ábyrgð höfð að leiðarljósi
 • Alþjóðleg vottun á stjórnun umhverfismála

Kostnaður

Áætlaður kostnaður vegna þessara framkvæmda á árunum 2019 – 2024 er um 3,6 milljarðar króna. Kostnaðarskipting sveitarfélaganna fer eftir íbúafjölda og gert er ráð fyrir að hlutur Reykjavíkurborgar sé um 60% kostnaðarins.

Gert er ráð fyrir að á árinu 2018 verði varið allt að 30 milljónum króna vegna nauðsynlegs tæknilegs og fjárhagslegs undirbúnings framangreindra verkefna. Skoðað verði sérstaklega í þeirri vinnu hvort unnt verður með hagkvæmum hætti að bjóða út kaup á lyftubúnaði í einu lagi með fjármögnun.

Samhliða endurnýjun og uppbyggingu mannvirkja skíðasvæðanna verða kannaðir möguleikar á að koma á tengingu almenningssamgangna við skíðasvæðin til að auðvelda aðgengi að þeim og draga úr álagi vegna umferðar einkabíla á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.