Skíðaganga

Skíðagöngusvæðið hefur farið stækkandi með auknum vinsældum og býður upp á leiðir við allra hæfi. Brautum er haldið opnum og vel troðnum eftir aðstæðum hverju sinni og eru valdar leiðir upplýstar á kvöldin. Gangan er frábær hreyfing sem hentar öllum.

Tilvalin bílastæði fyrir gönguskíðafólk er vestur af skíðaskála Ármanns og til móts við Breiðabliksskála.

Skáli Skíðagöngufélagsins Ulls er sunnan undir hólnum vestan við Suðurgil. Þar er boðið upp á aðstöðu fyrir skíðagöngufólk til að bera á skíði og borða nesti og við skálann fara fram æfingar í skíðagöngu svo og námskeið fyrir almenning. Félagið á takmarkað magn af búnaði til skíðagöngu sem hægt er að leigja, bæði fyrir börn og fullorðna.

Salernisaðstaða er við bílastæðið á milli Gosans og skála Ulls.

Búnaður, áburður, göngutækni og staðsetningar – bæklingur.pdf


Skoða vefmyndavél

Staðan í Bláfjöllum

 • 8/12 2023 kl. 17:36

  Við erum EKKI að opna næstu daga. Vantar töluvert upp á snjóalög.

  Það er búið að leggja gönguspor um Leirurnar. En það er lítið af snjó og líklega eitthvað af steinum í sporinu. Ekki mæta með spariskíðin.
  Búið er að hreinsa hluta af bílaplaninu og ætti að vera fært öllum bílum.
  Ekki verður rukkað inn á meðan sporið er ekki betra en það er.
  Vinsamleg ábending til fjallaskíðara. Þegar snjóframleiðsla er í gangi í Bláfjöllum er svæðið lokað rétt eins og þegar unnið er á troðurum í brekkunum. Snjóframleiðslukerfið er í Norðurleið, Kóngsgili og í barnabrekkunum við Bláfjallaskála. Er þetta m.a. gert til að vernda dýran búnað tengdan snjóframleiðslu, en nú þegar í vetur höfum við séð fólk skíða yfir háþrýstislöngur, gagna- og rafmagnskapla. Bláfjöll eru stór og framleiðslan aðeins á litlu svæði og til skamms tíma, svo þetta ætti ekki að koma niður á upplifun neins. Gerum þetta saman svo við getum opnað skíðasvæðið fyrr.

   

  Við viljum vekja athygli á að gjaldaliðurinn “ungmenni” hefur verið felldur úr gjaldskrá og því gildir barnagjald fyrir alla 6-17 ára.  Það er veruleg gjaldalækkun fyrir aldurinn 14-17 ára.  Dagskortið fyrir þann hóp lækkar úr 2.020kr í 1.320 kr.  Mismunurinn er 53%.

  Börn á leikskólaaldri og öryrkjar fá áfram frítt í fjallið.

  Þá er einnig sú breyting að nú er tekið gjald fyrir eldri borgara en þeir njóta sérstakra kjara á vetrarkortum (sjá gjaldskrá).

  Kveðja, fjallafólkið..

 • Opið
 • Lokað

Heimatorfa

 • Brettalyfta
 • Drottningin, 4 sæta
 • Kóngurinn, 4 sæta
 • Lilli klifurmús
 • Patti broddgöltur
 • Töfrateppi
 • Amma mús
 • Hérastubbur
 • Hringekja
 • Dew dýnan
 • Mohawks parkið

Suðursvæði

 • Bangsadrengur
 • Mikki refur
 • Kormákur afi
 • Jón Oddur
 • Jón Bjarni
 • Gosinn, 4 sæta

Gönguleiðir

 • Leiruhringur (1 km)
 • Grunnbraut (2.5 km)
 • Fimman (5 km)
 • Strompahringur (6.5 km)
 • Kerlingardalur (12 km)
 • 20 km hringur út á heiði
Uppfært: 10/12/23 kl 00:00