Skíðaganga

Skíðagöngusvæðið hefur farið stækkandi með auknum vinsældum og býður upp á leiðir við allra hæfi. Brautum er haldið opnum og vel troðnum eftir aðstæðum hverju sinni og eru valdar leiðir upplýstar á kvöldin. Gangan er frábær hreyfing sem hentar öllum.

Tilvalin bílastæði fyrir gönguskíðafólk er vestur af skíðaskála Ármanns og til móts við Breiðabliksskála.

Skáli Skíðagöngufélagsins Ulls er sunnan undir hólnum vestan við Suðurgil. Þar er boðið upp á aðstöðu fyrir skíðagöngufólk til að bera á skíði og borða nesti og við skálann fara fram æfingar í skíðagöngu svo og námskeið fyrir almenning. Félagið á takmarkað magn af búnaði til skíðagöngu sem hægt er að leigja, bæði fyrir börn og fullorðna.

Salernisaðstaða er við bílastæðið á milli Gosans og skála Ulls.

Búnaður, áburður, göngutækni og staðsetningar – bæklingur.pdf


Skoða vefmyndavél

Staðan í Bláfjöllum

  • 28/4 2024 kl. 06:49

    Opið  í dag, sunnudag 28. apríl,  frá kl 10-17

    Þetta verður ekki bara besti seinasti sunnudagurinn í apríl, þetta verður laaangbesti  seinasti sunnudagurinn í apríl sem verður opið í Bláfjöllum þetta árið.  Það er frábært færi, frysti smá í nótt en svo fer það að mýkjast með morgninum, hitinn er kominn upp fyrir núllið og veðrið ætlar að leika við okkur í dag.  Bjart og fallegt og vindurinn rólegir 5 metrar á sekúndu.

    Skíðagöngubraut verður lögð út á Heiðartoppa.

    Takk fyrir frábæran vetur, njótið dagsins.

  • Opið
  • Lokað

Heimatorfa

  • Brettalyfta
  • Drottningin, 4 sæta
  • Kóngurinn, 4 sæta   Opnar kl 10:00
  • Lilli klifurmús
  • Patti broddgöltur   Opnar kl 10:00
  • Töfrateppi   Opnar kl 10:00
  • Amma mús
  • Hérastubbur   Opnar kl 10:00
  • Hringekja
  • Dew dýnan
  • Púkinn Park   Opnar kl 10:00

Suðursvæði

  • Bangsadrengur
  • Mikki refur
  • Kormákur afi
  • Jón Oddur   Opnar kl 10:00
  • Jón Bjarni
  • Gosinn, 4 sæta   Opnar kl 10:00

Gönguleiðir

  • Leiruhringur (1 km)
  • Grunnbraut (2.5 km)
  • Fimman (5 km)
  • Strompahringur (6.5 km)
  • Kerlingardalur (12 km)
  • Út a heiðartoppa ca 8 km.   Opnar kl 10:00
Uppfært: 28/4/24 kl 06:33

Skisporet.no