Skíðaganga

Skíðagöngusvæðið hefur farið stækkandi með auknum vinsældum og býður upp á leiðir við allra hæfi. Brautum er haldið opnum og vel troðnum eftir aðstæðum hverju sinni og eru valdar leiðir upplýstar á kvöldin. Gangan er frábær hreyfing sem hentar öllum.

Tilvalin bílastæði fyrir gönguskíðafólk er vestur af skíðaskála Ármanns og til móts við Breiðabliksskála.

Skáli Skíðagöngufélagsins Ulls er sunnan undir hólnum vestan við Suðurgil. Þar er boðið upp á aðstöðu fyrir skíðagöngufólk til að bera á skíði og borða nesti og við skálann fara fram æfingar í skíðagöngu svo og námskeið fyrir almenning. Félagið á takmarkað magn af búnaði til skíðagöngu sem hægt er að leigja, bæði fyrir börn og fullorðna. Engar snyrtingar eru í skálnum en stutt að fara í skála Ármanns.

Búnaður, áburður, göngutækni og staðsetningar – bæklingur.pdf

Staðan í Bláfjöllum

 • 16/5 2022 kl. 14:42
  Það komu 69000 gestir sl vetur, sem verður að teljast gott miðað við hvernig veðrið var.
  Lægðir annan til þriðja hvern dag nánast í allan vetur.
  55 opnunardagar eru samt samkvæmt dagbókinni, en verður að segjast eins og er að síðustu 7-8 dagarnir voru óskaplega rólegir, þótt veðrið hefði verið með besta móti þessa daga.
  Rétt er að bæta við að áætlað er að reisa fyrsta áfanga snjóframleiðslu í Bláfjöllum 2023 og reisa nýja stólalyftu í Skálafelli 2024.
  Hlökkum til að sjá ykkur aftur í desember í nýrri stólalyftu á suðursvæðinu og öllum öðrum lyftum.
  Kveðja, starfsfólk skíðasvæðanna.

  Best er að kaupa miða á netinu, en nú er einnig hægt að kaupa miða hjá N1 Ártúnshöfða, N1 Lækjargötu Hafnarfirði, N1 Háholti Mosfellsbæ og N1 Stórahjalli Kópavogi. Einnig er miðasala í Bláfjallaskála.

  Hörðu kortin er auk þess hægt að kaupa í N1 Hveragerði og Olís Norðlingaholti.

   

   

   

   

 • Opið
 • Lokað

Heimatorfa

 • Brettalyfta
 • Drottningin, 2 sæta
 • Kóngurinn, 4 sæta
 • Lilli klifurmús
 • Patti broddgöltur
 • Töfrateppi
 • Amma mús
 • Hérastubbur
 • Hringekja
 • Dew dýnan
 • Mohawks parkið

Suðursvæði

 • Bangsadrengur
 • Mikki refur
 • Kormákur afi
 • Jón Oddur
 • Jón Bjarni
 • Amma Dreki

Gönguleiðir

 • Leiruhringur (1 km)
 • Grunnbraut (2.5 km)
 • Fimman (5 km)
 • Strompahringur (6.5 km)
 • Kerlingardalur (12 km)
 • Heiðartoppar 10 km
Uppfært: 3/10/22 kl 22:00