Snjóframleiðsla

Í Bláfjöllum er snjóframleiðslukerfi af bestu gerð. Kerfið var sett upp sumarið 2023 af fyrirtækinu Technoalpin, sem er helsti framleiðandi snjókerfa í heimi. Kerfið samanstendur af vatnslóni sem dælt er í, lögnum sem grafnar eru í jörð og stútar sem snjóbyssur eru tengdar við.

Hægt er að framleiða snjó fyrir allt byrjendasvæðið við Bláfjallaskála, Norðurleiðina upp að Kónginum og Kóngsgilið.

Vinsamleg ábending til fjallaskíðara. Þegar snjóframleiðsla er í gangi í Bláfjöllum er svæðið lokað rétt eins og þegar unnið er á troðurum í brekkunum. Snjóframleiðslukerfið er í Norðurleið, Kóngsgili og í barnabrekkunum við Bláfjallaskála. Er þetta m.a. gert til að vernda dýran búnað tengdan snjóframleiðslu, en nú þegar í vetur höfum við séð fólk skíða yfir háþrýstislöngur, gagna- og rafmagnskapla. Bláfjöll eru stór og framleiðslan aðeins á litlu svæði og til skamms tíma, svo þetta ætti ekki að koma niður á upplifun neins. Gerum þetta saman svo við getum opnað skíðasvæðið fyrr.