Öllum skíða og brettamönnum ber að fylgja svokölluðum skíðareglum og við alvarleg brot á þeim ber að vísa gestum af svæðunum.

Alþjóðlegu skíðareglurnar

  1. Sérhverjum skíðamanni ber að haga sér þannig að hann stofni hvorki öðrum í hættu né valdi öðrum skaða.
  2. Sérhver skíðamaður verður að haga hraða og skíðalagi í samræmi við kunnáttu, veður og aðstæður á skíðasvæði.
  3. Skíðamaður sem ofar er verður að velja skíðaleið sína þannig að hann stofni ekki þeim í hættu sem á undan fer.
  4. Skíða má fram úr öðrum skíðamanni bæði hægra og vinstra megin, ofan hans eða neðan, en þess skal þó ávallt gæta að hann hafi nægilegt svigrúm til allra skíðahreyfinga.
  5. Sérhverjum skíðamanni sem vill fara inn á skíðasvæðið eða þvert yfir það ber að gæta að skíðaumferð bæði að ofan og neðan og sjá svo um að ferð hans verði hættulaus fyrir hann sjálfan og sama gildir hverju sinni eftir að skíðamaður hefur stöðvað.
  6. Skíðamanni ber að forðast að dvelja að þarfalausu á þröngum stöðum á skíðasvæði eða þar sem útsýni er skert.
  7. Skíðamaður sem dottið hefur á slíkum stöðum ber að hafa sig á brott svo fljótt sem unnt er.
  8. Sérhver skíðamaður sem ganga vill á skíðum upp skíðabrekku verður að nota útjaðar brekkunar. Ef útsýni er erfitt má hann alls ekki vera í brekkunni. Sama gildir um þann sem ganga vill upp brekku án skíða.
  9. Sérhver skíðamaður verður að gefa gaum að þeim varúðarmerkjum sem eru á skíðasvæðinu.

Vinsamlegast athugið!

Gestum ber að bíða í röð eftir að komast í lyftur og sýna öðrum fyllstu tillitsemi. Við stólalyftur eiga tveir að fara saman í hvern stól og þar á röðin því að vera tvöföld.

Brettafólk á að vera með annan fótinn lausan þegar farið er í og úr stólalyftu.

Athugið að allur akstur vélsleða og jeppa utan vega á skíðasvæðunum er stranglega bannaður. Einnig er lausaganga hunda stranglega bönnuð í skíðasvæðunum.  Til skíðasvæðanna heyra einnig þau svæði sem lögð eru undir gönguskíðabrautir.