Skíðafærið

  • Púðursnjór: Laus þurr snjór, snjóað hefur í logni.
  • Troðinn púðursnjór: Laus þurr snjór sem hefur verið troðinn.
  • Troðinn þurr snjór: Nýr snjór eða þurr foksnjór.
  • Harðpakkaður snjór: Nokkurra daga gamall þurr snjór sem hefur verið troðinn nokkrum sinnum.
  • Troðinn blautur snjór: Snjóboltasnjór.
  • Harðfenni: Snjórinn hefur blotnað og fryst aftur, ekki búið að snjóa lengi.
  • Unnið harðfenni: Mulinn snjór, búið er vinna upp brekkurnar með troðara.
  • Vorfæri: Grófkorna snjór, oft á tíðum hart yfirborð að morgni en sólbráð er líður á daginn.
  • Framleiddur snjór: Oftast nefndur gervisnjór en það er villandi þar sem um snjó er að ræða sem framleiddur er með því að sprauta fínum vatnsúða upp í loftið með sérstökum snjóbyssum.