Skíðabrekkur

Skálafell

  • 17/12 2024 kl. 10:02

    Lokað verður í Skálafelli í vetur.

Lyftur

  • Stólalyfta, 2 sæta
  • I-lyfta
  • II-lyfta Kóngsgil
  • Byrjendalyfta

Gönguleiðir

  • Gönguleið I (5 km)
  • Gönguleið II (10 km)
  • Opið í dag frá 14-21
  • Open from 2pm-9pm
Uppfært: 20/1/25 kl 15:08

Opnunartímar Skálafells

Lokað er í Skálafelli í vetur

Skíðafólk

Grænar leiðir eru fyrir byrjendur.

Bláar leiðir eru léttar leiðir við hæfi allra sem hafa grunnkunnáttu á skíðum.

Rauðar leiðir eru aðeins við hæfi góðra skíðamanna sem vilja hraða og meiri bratta .

Svartar leiðir eru aðeins við hæfi bestu skíðamanna.

Fyrir byrjendur mælum við einna helst með að halda sig í nágrenni skálanna, þar sem þægilegustu brekkurnar eru.

Brettafólk

Við viljum hvetja brettafólk til að fara varlega í snjóhengjum sem eru utan hins skipulagða skíðasvæðis vegna snjóflóðahættu.

Samkvæmt öryggisreglum skíðasvæða á brettafólk alltaf að vera með annan fótinn lausan í stólalyftu og skylda er að hafa öryggisól á brettinu tengda við sig.

Skíðaganga

Austur af skíðasvæðinu eru troðnar göngubrautir þegar aðstæður leyfa. Þær eru í mismunandi vegalengdum um mishæðótt landslag sem reynir á getu göngumannsins.

Við viljum hvetja göngumenn til að kaupa dagskort minnst einu sinni yfir veturinn til að hægt sé að stuðla að frekari uppbyggingu gönguskíðaaðstöðu í Skálafelli.

Slys og óhöpp

Ef skíðamenn verða fyrir óhöppum eru sérþjálfaðir starfsmenn okkar ávallt reiðubúnir til aðstoðar.

Ef um alvarlegri slys er að ræða þurfa nærstaddir að leita aðstoðar næsta starfsmanns og mun hann sjá um að koma boðum til sérþjálfaðra skyndihjálparmanna sem bregðast við eftir aðstæðum. Minniháttar meiðsli eru meðhöndluð í Þjónustumiðstöð.’

Starfsmönnum er ljúft og skylt að veita þá aðstoð sem þeir eru færir um að veita.