ÞAÐ VERÐA SKÍÐASKÓLANÁMSKEIÐ FIMMTUDAG(28. MARS) – MÁNUDAG(1. APRÍL). OPNAR FYRIR SKRÁNINGU KL 12 Á HÁDEGI Á ÞRIÐJUDAG(26. MARS).
Skíðaskóli Bláfjalla er starfræktur um helgar fyrir börn á aldrinum 5-14 ára. Verð á námskeið er 6.000kr. lyftukort innifalið. Þeir nemendur sem þurfa skíðaútbúnað úr leigunni fá hann á 3.000kr. Tvö námskeið eru í boði yfir daginn, kl. 10:30-12:30 og kl. 13:00-15:00.
Opnað er fyrir skráningu á þriðjudögum kl. 12 á hádegi fyrir næstu helgi. Aðeins er skráð fyrir eina helgi í einu vegna ófyrirsjáanleika á veðri.
Aðeins er um byrjendanámskeið að ræða og verður því aðeins notast við töfrateppið, kaðallyftuna og diskalyftur fyrir byrjendur.
Systkina afsláttur er kr. 500, fyrir hvern nemanda.
Mikilvægt er að nemendur mæti 30 mínútum áður en námskeið hefst. Þeir sem ekki eru mættir þegar skóli hefst tapa skráningunni.
Fyrirspurnir og breytingar má senda með tölvupósti á skolinn@skidasvaedi.is