Einkakennsla

Hægt er að panta einkakennslu í Bláfjöllum, bæði á skíðum og snjóbretti.

Kennslan er í boði á opnunartíma á virkum dögum kl. 14-21 og eftir skíðaskólann um helgar kl. 15-17.  Til þess að bóka kennslu skal senda tölvupóst á skolinn@skidasvaedi.is þar sem tekið er fram hvaða dagsetningu og tíma leitast er eftir, ásamt nafni og símanúmeri. Vinsamlegast athugið að vegna íslenskrar veðráttu getur þurft að aflýsa og endurbóka með stuttum fyrirvara.

1 klst 2klst
1 manns 13.100 kr. 23.100 kr.
2 manns 22.100 kr. 40.600 kr.
3 manns 31.100 kr. 57.200 kr.
4-6 manns 46.700 kr. 86.300 kr.

ATH. leigubúnaður er ekki innifalinn en verðskrá í leigunni má nálgast hér.