Utanbrautarskíðun

Fyrir utanbrautarskíðun er mikið af brekkum utan við skíðasvæðin, en athugið að virkar snjóflóðavarnir eru einungis við merktar skíðaleiðir og lyftur þegar skíðasvæðin eru opin. Sækið snjóflóðafræðslu og kynnið ykkur snjóflóðaspá Veðurstofunnar áður en farið er í brekkur og gil út fyrir skíðasvæðin.

Utan opnunar eru skíðasvæðin lokuð almenning vegna vinnu starfsmanna. Ef blá viðvörunarljós blikka er öll umferð um skíðabrekkur stranglega bönnuð þar sem lífshættulegt er að vera í brekkum vegna spilvírs snjótroðara.

Ef blá viðvörunarljós blikka er öll umferð um skíðabrekkur stranglega bönnuð þar sem lífshættulegt er að vera í brekkum vegna spilvírs snjótroðara.

Fræðslumyndband um snjóflóðahættu

Myndband um hættur spilvírs snjótroðara