- Opið
- Lokað
Heimatorfa
- Brettalyfta
- Drottningin, 2 sæta
- Kóngurinn, 4 sæta
- Lilli klifurmús
- Patti broddgöltur
- Töfrateppi
- Amma mús
- Hérastubbur
- Hringekja
- Dew dýnan
- Mohawks parkið
Suðursvæði
- Bangsadrengur
- Mikki refur
- Kormákur afi
- Jón Oddur
- Jón Bjarni
- Amma Dreki
Gönguleiðir
- Leiruhringur (1 km)
- Grunnbraut (2.5 km)
- Fimman (5 km)
- Strompahringur (6.5 km)
- Kerlingardalur (12 km)
- Heiðartoppar 10 km
Opnunartímar Bláfjalla
14:00 – 21:00
17:00 – 20:00
10:00 – 17:00
- Opið
- Lokað
Lyftur
- Stólalyfta, 2 sæta
- I-lyfta
- II-lyfta Kóngsgil
- Byrjendalyfta
Gönguleiðir
- Gönguleið I (5 km)
- Gönguleið II (10 km)
- Gönguleið 1,5 km, byrjar austan við vélaskemmu
Opnunartímar Skálafells
10:00 – 17:00
Bláfjöll
- Það komu 69000 gestir sl vetur, sem verður að teljast gott miðað við hvernig veðrið var.Lægðir annan til þriðja hvern dag nánast í allan vetur.55 opnunardagar eru samt samkvæmt dagbókinni, en verður að segjast eins og er að síðustu 7-8 dagarnir voru óskaplega rólegir, þótt veðrið hefði verið með besta móti þessa daga.Rétt er að bæta við að áætlað er að reisa fyrsta áfanga snjóframleiðslu í Bláfjöllum 2023 og reisa nýja stólalyftu í Skálafelli 2024.Hlökkum til að sjá ykkur aftur í desember í nýrri stólalyftu á suðursvæðinu og öllum öðrum lyftum.Kveðja, starfsfólk skíðasvæðanna.
Best er að kaupa miða á netinu, en nú er einnig hægt að kaupa miða hjá N1 Ártúnshöfða, N1 Lækjargötu Hafnarfirði, N1 Háholti Mosfellsbæ og N1 Stórahjalli Kópavogi. Einnig er miðasala í Bláfjallaskála.
Hörðu kortin er auk þess hægt að kaupa í N1 Hveragerði og Olís Norðlingaholti.
Skálafell
Búið er að loka í Skálafelli í vetur, vegna snjóleysis.
En ekkert mál fyrir fjallaskíðara að finna línur niður.
Gönguskiðabraut var lögð 23.apríl austan við vélaskemmu, 1,5 km.Takk öll fyrir komuna. Sjáumst næsta vetur.
Best er að kaupa miða á netinu, en nú er einnig hægt að kaupa miða hjá N1 Ártúnshöfða, N1 Lækjargötu Hafnarfirði, N1 Háholti Mosfellsbæ og N1 Stórahjalli Kópavogi. Einnig er miðasala og skíðaleiga í Skálafelli.
Hörðu kortin er auk þess hægt að kaupa í N1 Hveragerði og Olís Norðlingaholti.
Skíðaskóli Bláfjalla er starfræktur um helgar fyrir börn á aldrinum 5-14 ára. Þeir nemendur sem þurfa skíðaútbúnað úr leigunni fá hann á kr. 2.500.
Verð á námskeið er kr. 5.000, innifalið lyftukort.
Tvö námskeið eru í boði yfir daginn:
kl. 10:30 – 12:30 og kl. 13:00 – 15:00.
Aðeins er um byrjendanámskeið að ræða og verður því aðeins notast við töfrateppið, kaðallyftuna og diskalyftur fyrir byrjendur.
Systkina afsláttur er kr. 500, fyrir hvern nemanda.
Mikilvægt er að nemendur mæti 30 mínútum áður en námskeið á að hefjast. Þeir sem ekki eru mættir þegar skóli hefst tapa skráningunni.
Brettaskóli Bláfjalla er starfræktur um helgar fyrir börn á aldrinum 5-14 ára. Þeir nemendur sem þurfa brettaútbúnað úr leigunni fá hann á kr. 2.500.
Verð á námskeið er kr. 5.000, innifalið lyftukort.
Tvö námskeið eru í boði yfir daginn:
kl. 10:00 – 12:00 og kl. 12:30 – 14:30.
Aðeins er um byrjendanámskeið að ræða og verður því aðeins notast við töfrateppið, kaðallyftuna og diskalyftur fyrir byrjendur.
Systkina afsláttur er kr. 500, fyrir hvern nemanda.
Mikilvægt er að nemendur mæti 30 mínútum áður en námskeið á að hefjast. Þeir sem ekki eru mættir þegar skóli hefst tapa skráningunni.
Athugið að ýmsar takmarkanir eru í gildi vegna COVID-19:
– Aðeins eitt foreldri má fylgja barninu í gegnum skráningarferli og leigu.
– Þeim sem þurfa að leigja búnað verður við skráningu úthlutað fylgdarmanni sem fylgir og hjálpar í leigunni.
– Foreldrum er ekki heimilt að vera með barninu á námskeiðinu.
– Grímuskylda er á svæðinu(bæði innan og utandyra). Gildir fyrir þá sem eru fæddir 2004 og fyrr.