- Opið
- Lokað
Heimatorfa
- Brettalyfta
- Drottningin, 4 sæta
- Kóngurinn, 4 sæta Opnar kl 14:00
- Lilli klifurmús
- Patti broddgöltur Opnar kl 10:00
- Töfrateppi Opnar kl 10:00
- Amma mús Opnar kl 10:00
- Hérastubbur
- Hringekja
- Dew dýnan
- Mohawks parkið
Suðursvæði
- Bangsadrengur Opnar kl 17:00
- Mikki refur
- Kormákur afi Opnar kl 17:00
- Jón Oddur Opnar kl 17:00
- Jón Bjarni Opnar kl 17:00
- Gosinn, 4 sæta
Gönguleiðir
- Leiruhringur (1 km)
- Grunnbraut (2.5 km)
- Fimman (5 km)
- Strompahringur (6.5 km)
- Kerlingardalur (12 km)
- ca 17 km hringur en hægt að
- að taka styttingar.
Opnunartímar Bláfjalla
14:00 – 21:00
17:00 – 20:00
10:00 – 17:00
- Opið
- Lokað
Lyftur
- Stólalyfta, 2 sæta
- I-lyfta
- II-lyfta Kóngsgil
- Byrjendalyfta
Gönguleiðir
- Gönguleið I (5 km)
- Gönguleið II (10 km)
Opnunartímar Skálafells
10:00 – 17:00
Bláfjöll
- Opið í dag frá kl 14-21.Hér er núna smá blástur, 8-10 m.sek og frostið er -6°c, klæða sig vel og koma og njóta dagsins.Í Suðurgili (Gosanum) fer í dag fram unglingameistaramót og stendur eitthvað fram eftir degi.Gönguskíðasvæðið verður opið almenningi frá kl. 14. Vegna Íslandsmóts þá hefst sporið við snjógirðinguna en þangað þarf að ganga. Sporið liggur uppá heiði og er c.a. 17km.
Skálafell
Ekki verður opnað í Skálafelli, fyrr en snjóar töluvert meira.
Lítill snjór er á svæðinu, en við erum klárir í að fanga snjóinn um leið og hann lætur sjá sig.
Kveðja starfsfólk.
Best er að kaupa miða á netinu, en einnig hægt að kaupa miða hjá N1 Ártúnshöfða, N1 Lækjargötu Hafnarfirði, N1 Háholti Mosfellsbæ og N1 Stórahjalli Kópavogi. Einnig er miðasala í Bláfjallaskála.
Hörðu kortin er auk þess hægt að kaupa í N1 Hveragerði og Olís Norðlingaholti.
Skíðaskóli Bláfjalla er starfræktur um helgar fyrir börn á aldrinum 5-14 ára. Þeir nemendur sem þurfa skíðaútbúnað úr leigunni fá hann á kr. 2.500.
Verð á námskeið er kr. 5.000, innifalið lyftukort.
Tvö námskeið eru í boði yfir daginn:
kl. 10:30 – 12:30 og kl. 13:00 – 15:00.
Aðeins er um byrjendanámskeið að ræða og verður því aðeins notast við töfrateppið, kaðallyftuna og diskalyftur fyrir byrjendur.
Systkina afsláttur er kr. 500, fyrir hvern nemanda.
Mikilvægt er að nemendur mæti 30 mínútum áður en námskeið á að hefjast. Þeir sem ekki eru mættir þegar skóli hefst tapa skráningunni.
Brettaskóli Bláfjalla er starfræktur um helgar fyrir börn á aldrinum 5-14 ára. Þeir nemendur sem þurfa brettaútbúnað úr leigunni fá hann á kr. 2.500.
Verð á námskeið er kr. 5.000, innifalið lyftukort.
Tvö námskeið eru í boði yfir daginn:
kl. 10:00 – 12:00 og kl. 12:30 – 14:30.
Aðeins er um byrjendanámskeið að ræða og verður því aðeins notast við töfrateppið, kaðallyftuna og diskalyftur fyrir byrjendur.
Systkina afsláttur er kr. 500, fyrir hvern nemanda.
Mikilvægt er að nemendur mæti 30 mínútum áður en námskeið á að hefjast. Þeir sem ekki eru mættir þegar skóli hefst tapa skráningunni.
Athugið að ýmsar takmarkanir eru í gildi vegna COVID-19:
– Aðeins eitt foreldri má fylgja barninu í gegnum skráningarferli og leigu.
– Þeim sem þurfa að leigja búnað verður við skráningu úthlutað fylgdarmanni sem fylgir og hjálpar í leigunni.
– Foreldrum er ekki heimilt að vera með barninu á námskeiðinu.
– Grímuskylda er á svæðinu(bæði innan og utandyra). Gildir fyrir þá sem eru fæddir 2004 og fyrr.