COVID-19 og Skíðasvæðin

11. febrúar 2022

Í dag voru ákveðnar takmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 24. febrúar 2022. Þetta hefur eftirfarandi áhrif á Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins:

 

  • 1 metra nándarregla er í gildi og ef ekki er hægt að viðhalda henni er ætlast til grímuskyldu.
  • Þá fellur út fjöldatakmarkanir á Skíðasvæðin og því verður miðasala hefðbundin frá og með morgundeginum, laugardeginum 12. febrúar.

 

Frekari upplýsingar um gildandi takmarkanir eru á covid.is.

Grímuskylda er við upphaf lyftu, við skála, salerni, í skíðaleigu og á öllum öðrum stöðum þar sem fólk safnast saman.

Gildir fyrir þá sem eru fæddir 2016 og fyrr.

Gestir skíðasvæðanna bera ábyrgð á eigin sóttvörnum, tryggja 1 metra fjarlægð og notkun gríma. Skíðasvæðin gera það sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda gestum að framfylgja reglum.