COVID-19 og Skíðasvæðin

Upplýsingar um takmarkanir vegna COVID-19

Skíðasvæði landsins mega frá 13. janúar hafa opið skv. leið 4 í reglum um skíðasvæði, sem gefnar voru út af Samtökum Skíðasvæða á Íslandi, Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga og Sóttvarnalækni hjá Embætti Landlæknis.

Það eru okkur mikil fríðindi að fá að opna skíðasvæðin. Saman getum við haldið þeim opnum, með því að virða þær takmarkanir sem eru í gildi í samfélaginu.

Nú þurfa gestir sem ekki eiga vetrarkort að panta sér pláss í Bláfjöll.  Öll miðasala fer fram á netinu.  Hvorki verða seld dagskort á N1 né í Bláfjallaskála.  Til að geta keypt miða á netinu þarf að eiga Skidata kort.  Ef gestir eiga ekki slíkt kort þá er hægt að kaupa það á N1 í Ártúnsbrekku, N1 Engihjalla Kópavogi, N1 Lækjargötu Hafnarfirði og N1 Mosfellsbæ.  Einnig verður hægt að kaupa hart kort í Bláfjallaskála.

Miðasala

Miðasala í fyrirfram skilgreind holl verður ekki virk á heimasíðunni fyrr en ákveðið hefur verið að hafa fjallið opið.  Það er því ekki hægt að kaupa sér miða dag/dögum fyrirfram í fjöllin, aðeins á þeim degi sem til stendur að fara í fjallið og þá eftir að opnun hefur verið staðfest af Skíðasvæðunum.

Öll miðasala fer fram á netinu.  Annaðhvort með því að fylla á þau Skidata kort sem gestir eiga þegar eða með því að kaupa fyrst Skidata kort á þeim stöðum sem nefndir voru hér að ofan.

Þegar á að kaupa sér hlutadags miða í fjallið er farið inná greiðslusíðuna.  Það er gert á heimsíðunni með bláa hnappnum efst á síðunni “Kaupa miða/áfylling”.  Í síma birtist þessi hnappur þegar ýtt er á “menu” takkann.  Ef Skíðasvæðin hafa staðfest opnun þann dag sem verið er að kaupa þá birtast 2 valmöguleikar fyrir daginn.  Þ.e. viltu skíða fyrripart þess dags sem um ræðir eða seinnipart/kvöld.  Þú velur það sem hentar þér, klárar pöntunina og kemur svo í fjallið.

Vetrarkorthafar og gestir á göngusvæði þurfa ekki að bóka tíma á svæðið heldur geta mætt hvenær sem er.

Miðasala á gönguskíði fer áfram fram með hefðbundnum hætti, á netinu (þá gildir kvittun) eða á N1 stöðvunum.

Við biðlum til þeirra sem hafa vetrarkort að nýta tímann vel í fjallinu og stoppa ekki óþarflega lengi til að koma í veg fyrir margmenni

Hægt er að senda póst á midar@skidasvaedi.is eða hringja í 530-3002 fyrir frekari aðstoð.

Lyftur

Bæði lyftuverðir og viðskiptavinir séu með grímu og passi vel upp á almennt hreinlæti.

Tveggja metra regla í lyfturöð.

Snertifletir lyftna eru sótthreinsaðir reglulega.

Minni afkastageta verður í stólalyftur en vanalega. Þeir sem koma saman mega fara saman í stól, ef 2 eru saman mega þeir einir fara saman í stól. Sömuleiðis ef einhver er stakur þá á hann rétt á að vera einn í stól.  Skíðasvæðin tryggja flæði með stýringu.

Rútuferðir

Rútur verða skv. áætlun og er grímuskylda í rútum.

Leiga

Skíðaleigan verður opin með takmörkuðum fjölda.

10 fullorðnir mega vera í leigunni hverju sinni og er talið inn.

Snertifletir eru þrifnir á milli viðskiptavina.

Salerni

Salerni í Bláfjallaskála verða opin með takmörkuðum fjölda.

Salernin verða þrifin amk. tvisvar yfir daginn.

Sápa og spritt eru við alla vaska.

Sprittbrúsar verða einnig við öll salerni.

Skíða- og brettaskólinn

Skíðaskóli Bláfjalla verður opin um helgar, og verða tvö námskeið í boði yfir daginn í stað eins.

  • Aðeins eitt foreldri má fylgja barninu í gegn um skráningarferli og leigu.
  • Foreldrum er ekki heimilt að vera með barninu á námskeiðinu.
  • Þeir sem þurfa leigubúnað fá sérstaka fylgd í gegnum leiguna með aðstoð skíðakennara.
  • Foreldrar munið grímuskylduna.

Hverju barni fylgir 1 auka lyftumiði í fjallið.  Þá getur foreldri/forráðamaður skíðað á meðan barnið er í kennslu óháð öðrum takmörkunum sem eru á dagsmiðum.

Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans.

Skíðaganga

Einstefna er í gönguskíðabrautinni.

Vinsamlegast stoppið ekki í brautinni og forðist hópamyndun.

Höldum nándarmörkum í upphafi og enda brautar.

Veitingasala

Veitingasala verður lokuð.

Er það gert að hluta til að tryggja aðgengi að salernum á meðan fjöldatakmarkanir eru í gildi.

Slys eða meiðsl

Starfsfólk meðvitað um hreinlæti fyrir og eftir snertingu ef hennar er þörf í slysi.

Fyllsta hreinlætis gætt í slysum og allur búnaður sótthreinsaður eftir hverja notkun.

Fylgja leiðbeiningum um fyrstu hjálp og leiðbeiningum um sóttvarnir.

 

 

Við biðlum til fólks að hjálpast að í þessu öllu saman svo við getum átt frábæran vetur það sem eftir lifir. Minnumst bara að miðað við það sem er að gerast útí heimi þá erum við einstaklega heppin að búa á Íslandi. Höldum því þannig….

 

Frekari upplýsingar um gildandi takmarkanir eru á covid.is.

Grímuskylda er við upphaf lyftu, við skála, salerni, í skíðaleigu og á öllum öðrum stöðum þar sem fólk safnast saman.

Gildir fyrir þá sem eru fæddir 2004 og fyrr.

Gestir skíðasvæðanna bera ábyrgð á eigin sóttvörnum, tryggja 2 metra fjarlægð og notkun gríma. Skíðasvæðin gera það sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda gestum að framfylgja reglum.