Skíðaganga

Skíðagöngusvæðið hefur farið stækkandi með auknum vinsældum og býður upp á leiðir við allra hæfi. Brautum er haldið opnum og vel troðnum eftir aðstæðum hverju sinni og eru valdar leiðir upplýstar á kvöldin. Gangan er frábær hreyfing sem hentar öllum.

Tilvalin bílastæði fyrir gönguskíðafólk er vestur af skíðaskála Ármanns og til móts við Breiðabliksskála.

Skáli Skíðagöngufélagsins Ulls er sunnan undir hólnum vestan við Suðurgil. Þar er boðið upp á aðstöðu fyrir skíðagöngufólk til að bera á skíði og borða nesti og við skálann fara fram æfingar í skíðagöngu svo og námskeið fyrir almenning. Félagið á takmarkað magn af búnaði til skíðagöngu sem hægt er að leigja, bæði fyrir börn og fullorðna.

Salernisaðstaða er við bílastæðið á milli Gosans og skála Ulls.

Búnaður, áburður, göngutækni og staðsetningar – bæklingur.pdf


Skoða vefmyndavél

Staðan í Bláfjöllum

  • 17/11 2025 kl. 10:48

    Það styttist í þetta allt saman

     

    Nú er síðustu framkvæmdum rétt uþb að ljúka.  Við höfum gert helling af flottum verkefnum í sumar eins og t.d. landmótað og sett snjógirðingar alveg frá toppi og niður í Gosanum á suðursvæðinu.  Við höfum lengt snjógirðingar á grunnhring skíðagöngunnar og bætt við þar lýsingu.  Þá höfum við sett snjóframleiðslu upp á topp Drottningar sem ætti að hjálpa verulega við að koma efsta kaflanum í þeirri brekku inn.  Svo höfum við gert ýmislegt smávægilegra annað eins og t.d. að breyta veitingasölunni aðeins með það að markmiði að flýta afgreiðslu.

     

    Forsala vetrarkorta hefst síðar í þessari viku, við munum uppfæra um leið og hún hefst.

    kv. starfsfólk Skíðasvæðanna

  • Opið
  • Lokað

Heimatorfa

  • Drottningin, 4 sæta
  • Kóngurinn, 4 sæta
  • Lilli klifurmús
  • Patti broddgöltur
  • Töfrateppi
  • Amma mús
  • Hérastubbur
  • Hringekja
  • Dew dýnan
  • Púkinn Park

Suðursvæði

  • Bangsadrengur
  • Mikki refur
  • Kormákur afi
  • Jón Oddur
  • Jón Bjarni
  • Gosinn, 4 sæta

Gönguleiðir

  • Leiruhringur (1 km)
  • Grunnbraut (2.5 km)
  • Fimman (5 km)
  • Strompahringur (6.5 km)
  • Kerlingardalur (12 km)
Uppfært: 25/11/25 kl 00:00

Skisporet.no