Enn er uppbyggingaráætlun skíðasvæðanna í fullri virkni þrátt fyrir raddir um annað. Áætlunin gerir ráð fyrir að á árunum 2022-2026 verði settar upp 4 stólalyftur, þar af ein í Skálafelli. 2 snjóframleiðslukerfi, eitt í Bláfjöllum og annað í Skálafelli og ein diskalyfta í Bláfjöllum. Að þessum áfanga liðnum tekur við næsti áfangi sem gerir ráð fyrir nýjum þjónustumiðstöðvum á bæði svæðin, topplyftu í Skálafell og snjóframleiðslu á suðursvæði Bláfjalla.
Að auki þessa er stöðugt verið að vinna að umbótum á svæðinu s.s. með fleiri snjógirðingum, salernisbyggingum, sporakaupum fyrir göngubrautir, mögulega fleiri töfrateppi og fleira í þeim dúr.
Það eru spennandi tímar framundan hjá Skíðasvæðunum – skoða nánar