Skíðasvæðin breyta um svip

Skíðasvæðin breyta um svip

Frá og með deginum í dag ætla Skíðasvæðin að breyta um svip. Með breytingunum erum við að fagna þeim tímamótum sem Skíðasvæðin eru á, ekki bara að fá að opna brekkurnar aftur vegna Covid takmarkana heldur og ekki síður að uppbygging skíðasvæðanna er uþb að hefjast. Þá hefur „gamla“ útlit skíðasvæðanna ráðið ríkjum í mjög langan tíma og kannski löngu orðið tímabært að fá andlitslyftingu.

Logoið er einfalt en á sama tíma mjög skíðalegt. Í fyrsta lagi myndar logoið stafinn „S“ fyrir Skíðasvæði. Svigrákir og troðaraför er allt eitthvað sem má sömuleiðis sjá útúr því.

 

Nýja heimasíðan sem fylgir breytingunni er mun nútímavæddari, notendavænni og skýrari að öllu leiti.

Við vonumst til að þið kæru gestir kunnið að meta nýja logoið og heimasíðuna eins vel og við gerum.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Skíðasvæðunum.