Bláfjöll – upplýsingar

Bláfjöll – upplýsingar

Vertíðinni lokið í Bláfjöllum

Það tekur okkur sárt að tilkynna hér með að vertíðinni sé lokið í Bláfjöllum þennan veturinn.  Það kom enginn snjór um helgina eins og spár gerðu okkur vonir um en allar skíðaleiðir eru á einum eða fleiri stöðum í sundur ásamt lyftusporum eftir hlýindakaflann í lok mars og byrjun apríl.  Það er því ljóst að páskarnir eru ekki inni í ár og því er þetta niðurstaðan.  Þetta var veturinn sem eiginlega aldrei kom.  Opnunardagar voru 36 en þrátt fyrir fáa opnunardaga var þetta fjórði aðsóknarbesti veturinn frá upphafi.  Samkvæmt hliðatalningu komu 78.166 gestir í lyftur og á skíðagöngusvæði komu 2.079 gestir.

Fyrstu 12-15 dagarnir í opnun þennan veturinn voru algerlega í boði snjóframleiðslunnar en annað árið í röð er hún að sanna gildi sitt.

Starfsfólk Bláfjalla þakkar kærlega fyrir veturinn.