Loksins loksins náum við að opna.
Hér er nánast logn, -1,5° en þoka í fjallinu. Vonandi hverfur hún þegar líður á morguninn. Reikna má með lítilsháttar snjókomu af og til í dag.
Gönguspor verður lagt um leirurnar kl. 10
LÆKKAÐ verð í rútuna, frá 4000 í 2000 kr. báðar leiðir.
Skíðaleigan og veitingasalan eru á sýnum stað.
Haldið ykkur í troðnum leiðum, því verulega grunnt er í grjót í öðrum brekkum, þar á meðal niður Kóngsgilið.
Allar lyftur á suðursvæði eru lokaðar, en þar eru nóg af bílastæðum ef þess mun þurfa.
Munið að kaupa vetrarkort tímanlega en þau eru á 15% afslætti til áramóta.
Opnunartími Skíðasvæðanna um jól og áramót:
21-22 des Opið kl. 10-17
23-25 des. Lokað
26. des Opið kl. 11-16
27. des Opið kl. 11-21
28-29 des Opið kl. 10-17
30. des Opið kl. 14-21
31. des Lokað
1. jan Opið kl. 12-16
Opnanir eru háðar aðstæðum hverju sinni
Almenningsrúta verður skv áætlun alla dagana nema á nýársdag en þá er engin almenningsrúta.