Bláfjöll – upplýsingar

Bláfjöll – upplýsingar

Það komu 69000 gestir sl vetur, sem verður að teljast gott miðað við hvernig veðrið var.
Lægðir annan til þriðja hvern dag nánast í allan vetur.
55 opnunardagar eru samt samkvæmt dagbókinni, en verður að segjast eins og er að síðustu 7-8 dagarnir voru óskaplega rólegir, þótt veðrið hefði verið með besta móti þessa daga.
Rétt er að bæta við að áætlað er að reisa fyrsta áfanga snjóframleiðslu í Bláfjöllum 2023 og reisa nýja stólalyftu í Skálafelli 2024.
Hlökkum til að sjá ykkur aftur í desember í nýrri stólalyftu á suðursvæðinu og öllum öðrum lyftum.
Kveðja, starfsfólk skíðasvæðanna.

Best er að kaupa miða á netinu, en nú er einnig hægt að kaupa miða hjá N1 Ártúnshöfða, N1 Lækjargötu Hafnarfirði, N1 Háholti Mosfellsbæ og N1 Stórahjalli Kópavogi. Einnig er miðasala í Bláfjallaskála.

Hörðu kortin er auk þess hægt að kaupa í N1 Hveragerði og Olís Norðlingaholti.