Bláfjöll

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er alhliða útivistarsvæði fyrir vetraríþróttir, sem þjónustar skíða-, snjóbretta- og gönguskíðafólk. Svæðið er rekið í samstarfi sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kappkostað er á hverju ári að bæta svæðið stöðugt fyrir alla iðkendur.
Þjónustumiðstöð er í Bláfjallaskála, en einnig er boðið upp á veitingasölu í skálum skíðafélaganna.

Staðan í fjallinu

  • 14/11 2024 kl. 14:59

    Það styttist í þetta,

    Á morgun á veðurtíðin að breytast úr hausti yfir í vetur.  Þá er ekki eftir neinu að bíða en að rífa vetrarkortasöluna í gang.  Vetrarkortasala á vefnum er komin í gang og eins og áður þá er 15% afsláttur af vetrarkortum fyrir áramót.

Skíðabrekkur

Í Bláfjöllum eru skíðabrekkur við allra hæfi. Snjógirðingar tryggja bestu snjósöfnun svo hægt sé að opna sem fyrst, og fjölgar þeim á hverju ári. Byrjendabrekkur eru við skála, og snjógarður er með stökkpalla fyrir snjóbretta- og freestyle skíðafólk.

Nánar um skíðabrekkur

Skíðaganga


Skíðagöngusvæðið hefur farið stækkandi með auknum vinsældum og býður upp á leiðir við allra hæfi. Brautum er haldið opnum og vel troðnum eftir aðstæðum hverju sinni og eru valdar leiðir upplýstar á kvöldin. Gangan er frábær hreyfing sem hentar öllum.

Nánar um gönguskíðasvæðið

Miðasala

Allir sem kaupa miða þurfa að hafa Skidata kort sem síðan er fyllt á. Skidata kortið eða “harða kortið” eins og það er stundum kallað er m.a. hægt að fá í völdum bensínstöðvum og í miðasölu við Bláfjallaskála. Hægt er að fylla á það á skidasvaedi.is.

Verðskrá

Skíðaleiga

Í Bláfjallaskála er hægt að leigja svigskíði, snjóbretti og gönguskíði. Þar seljum við líka ýmsar smávörur fyrir skíðafólk, vöxum skíði og lánum hjálma.

Verðskrá skíða- og brettaleigu

Skíða- og brettaskólinn

Um helgar eru skíðaskólinn og brettaskólinn með námskeið fyrir yngstu kynslóðirnar. Hægt er að bóka einkakennslu alla daga fyrir byrjendur og þá sem vilja auka sína færni.

Skráning í skólann

Rútuferðir

Alla opnunardaga fer áætlunarrúta til og frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Hægt er að taka rútuna báðar leiðir, eða aðra leið í lok dags.

Rútuáætlun

Skíðadeildir

Helsta æfingasvæði skíðadeilda íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu er í Bláfjöllum og eru deildirnar með fjóra skála.

Listi yfir skíðadeildir

Skálar

Þjónustumiðstöð er í Bláfjallaskála, en einnig er boðið upp á veitingasölu í skálum skíðafélaganna.

Listi yfir skála