
Bláfjallaskáli
Í skálanum er miðasala, veitingasala, snyrting, skíðaleiga auk þess sem þar eru skrifstofur skíðasvæðins og sjúkrastofa. í Bláfjallaskála er ekki boðið upp á gistingu. Upplýsingasími Bláfjalla er 530 3000.

Breiðabliksskáli
Við Kóngsgil er skíðaskáli Breiðabliks. Breiðabliksskálinn býður upp á veitingasölu og snyrtingu. Í skálanum er gistiaðstaða fyrir allt að 100 manns. Skálinn er leigður út allt árið. Sími 898 1003.

Skíðaskálinn Hengill
Skálinn sem er nýr og stórglæsilegur er í eigu skíðadeilda ÍR og Víkings. Í honum er veitingasala, snyrting og miðasala um helgar. Skíðaskálinn Hengill er til útleigu allt árið um kring fyrir félagssamtök, vinnuhópa, skóla og alla aðra sem áhuga hafa. Hann rúmar í allt 90 manns í gistingu og þar er mjög góð eldunaraðstaða og tveir góðir matsalir sem hægt er að opna á milli. Upplýsingar um útleigu í símum 5877080 ÍR og 5813245 Víkingur eða skalanefnd@gmail.com

Skíðaskáli Ármanns
Skíðaskáli Ármanns er við Suðurgil og Sólskinsbrekku. Þar er boðið upp á veitingasölu, miðasölu, snyrtingu og gistiaðstöðu fyrir hópa allt að 60 manns. Póstfang: jon.thor@armenningar.is

Skáli Skíðagöngufélagsins Ulls
Skáli Skíðagöngufélagsins Ulls er sunnan undir hólnum vestan við Suðurgil. Þar er boðið upp á aðstöðu fyrir skíðagöngufólk til að bera á skíði og borða nesti og við skálann fara fram æfingar í skíðagöngu svo og námskeið fyrir almenning. Félagið á takmarkað magn af búnaði til skíðagöngu sem hægt er að leigja, bæði fyrir börn og fullorðna. Engar snyrtingar eru í skálnum en stutt að fara í skála Ármanns. Upplýsingar á www.ullur.is

Framskálinn
Í Eldborgargargili er Framskálinn sem rekin er af skíðadeild Fram. Þar er snyrting og veitingasala. Í skálanum geta skíðahópar fengið gistingu. Gistirými eru 70. Sími 856 1677.
Lyftur
Kóngsgil
Kóngurinn

Árgerð: 2004
Flutningsgeta: 2200 menn/klst
Lengd: 762m
Fallhæð: 223m
Drottningin

Árgerð: 1978
Flutningsgeta: 1100 (menn/klst)
Lengd: 700m
Fallhæð: 200m
Lilli klifurmús

Árgerð: 1974
Flutningsgeta: 703 (menn/klst)
Lengd: 231m
Fallhæð: 74m
Patti broddgöltur

Árgerð: 2003
Flutningsgeta: 1500 (menn/klst)
Lengd: 100m
Fallhæð: 10m
Amma mús

Árgerð: 1986
Flutningsgeta: 717 (menn/klst)
Lengd: 199m
Fallhæð: 21m
Suðurgil
Jón Oddur

Flutningsgeta: 663 (menn/klst)
Lengd: 389m
Fallhæð: 106m
Jón Bjarni

Flutningsgeta: 663 (menn/klst)
Lengd: 389m
Fallhæð: 106m
Amma dreki

Árgerð: 1988
Flutningsgeta: 712 (menn/klst)
Lengd: 213m
Fallhæð: 35m
Mikki refur

Flutningsgeta: 695 (menn/klst)
Lengd: 552m
Fallhæð: 91m