Aðgönguhlið á göngusvæði

Aðgönguhlið á göngusvæði

Nú hafa verið sett upp aðgangsstýringarhlið á göngusvæðið í Bláfjöllum.  Þetta er frábær nýjung sem bætir þjónustu við gönguskíðafólk til muna því nú getur gönguskíðafólk fyllt á skidata kortin sín áður en lagt er af stað uppeftir og brunað beint í sporið.  Hvergi þarf að koma við á leiðinni til að kaupa miða.

 

Að auki munu hliðin loksin færa okkur raunsannar upplýsingar um þann fjölda sem sækir göngubrautirnar.