Framkvæmdir í Bláfjöllum

Framkvæmdir í Bláfjöllum

Það er margt búið að gerast í Bláfjöllum sl. 2 sumur. 2 nýjar stólalyftur, salerni á suðursvæði, aukin lýsing, nýr skíðaskáli á göngusvæði er í byggingu og margt fleira. Í sumar var svo sett niður snjóframleiðsla á heimatorfusvæðið sem verður afhent á næstu dögum. Það eru spennandi vetrar framundan í fjöllunum.

Í myndbandinu má sjá nýju lyftuna Drottningu að hausti ásamt umfangi snjóframleiðslunnar.