Skíðagæslan á alþjóðaráðstefnu

Skíðagæslan á alþjóðaráðstefnu

Starfsmenn skíðagæslunnar sóttu ráðstefnu á vegum Alþjóða Skíðagæslusamtakanna (FIPS). Ráðstefnan var haldin af Ítölsku Skíðagæslusamtökunum (FISPS) á Pontedilegno-Tonale skíðasvæðinu.

Alþjóða Skíðagæslusamtökin (Fédération Internationale des Patrouilles de Ski) voru stofnuð í Kanada árið 1979 og eru með 16 aðildarlönd.

Þetta var í þriðja sinn sem Evrópuþjóðir halda ráðstefnu um málefni skíðagæslu. Markmið ráðstefnunnar var að vinna að sameiginlegum staðli við björgun fólks úr skíðabrekkum. Þau aðildarlönd sem sóttu ráðstefnuna höfðu öll unnið kynningarmyndbönd sem sýndu þeirra viðbrögð við slysum á skíðasvæðum. Haldnar voru vinnustofur í Contrabbandiieri dalnum og Presena jöklinum, og fundarhöld í ráðstefnusal Tonale. Vinnan á ráðstefnunni verður síðan lögð fram á heimsráðstefnu FIPS í Svíþjóð á næsta ári.

Var þetta fyrsta ráðstefnan sem Íslendingar sækja, en Samtök Skíðasvæða á Íslandi eru í því ferli að sækja um aðild að alþjóða samtökunum.

 

Myndband af kynningu Skíðasvæðanna á björgun úr skíðabrekku: