Svar frá heilbrigðisráðuneyti

Svar frá heilbrigðisráðuneyti

Það er þá komið á hreint, engar lyftur en megum leggja gönguspor. Leggjum spor um leið og veður gengur niður.

Svar frá heilbrigðisráðuneyti

 

Tilvísun í mál: HRN21030441

Sæll Einar

Ráðuneytið hefur móttekið erindi þitt frá 26. mars 2021 þar sem spurt er um leið sem vinna á eftir.

Ráðuneytið getur aðeins svarað erindinu í samræmi við ákvæði gildandi reglugerðar, nr. 321/2021, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Þar segir í 5. mgr. 5. gr. að íþróttir, þar með taldar æfingar og keppnir, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra milli einstaklinga eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, séu óheimilar. Að mati ráðuneytisins væri því unnt að stunda gönguskíði og fjallaskíði en skíðalyftur þurfa að vera lokaðar. Gæta þarf að því að ekki séu fleiri en 10 manns í hópi.

Vakin er athygli á því að ekki er í gildandi reglugerð fjallað um hámarksfjölda af móttökugetu hvers skíðasvæðis, heldur gildir að ekki mega fleiri en 10 manns koma saman, gæta þarf að 2 metra reglu og tryggja að ekki sé um sameiginlega snertifleti að ræða. Þá er heimilt að hafa veitingastaði opna að uppfylltum tilteknum skilyrðum, sbr. 1. mgr. 5. gr.