Í Hlíðarfjalli er sannkölluð skíðaparadís rétt við bæjardyrnar. Þar eru frábærar aðstæður til skíða- og snjóbrettaiðkunnar. Lyfturnar á svæðinu geta samanlagt flutt 4.440 manns á klst. en samfelldur hæðarmunur á skíðabrekkunum er um 500 metrar.
Skíðastaðir voru byggðir á árunum 1955-1964 en rekstur hófst 1962. Húsið stendur í 506 metra hæð yfir sjávarmáli. Strýta stendur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er greiðasala og salerni fyrir gesti í Hlíðarfjalli.
Vetraríþróttamiðstöð Íslands er starfrækt í Hlíðarfjalli en hún var stofnuð á Akureyri með staðfestingu samstarfs menntamálaráðuneytis, Akureyrarbæjar, Íþrótta- og olympíusambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, 18. mars 1998.
Sími: 462 2280
Bréfasími: 461 2030
Símsvari: 878 1515
hlidarfjall@hlidarfjall.is
http://www.hlidarfjall.is/
Á svæðinu eru tvær lyftur, neðri lyftan er af gerðinni Leitner og er 700 metra löng. Beint í framhaldi af henni er lyfta af gerðinni Doppelmayer og er hún 500 metra löng, samtals 1.200 metra langar og fallhæðin er 322 metrar. Einn snjótroðari sinnir daglegri troðslu á svæðinu og er annar til taks á álagstímum. Ný lýsing er á svæðinu, um 1.200 metra löng brekka er lýst.
Opnunartími er mjög sveigjanlegur þegar um hópa er að ræða og er svæðið jafnvel opnað utan hefðbundins tíma sé þess óskað. Skíðaleiga er á staðnum og eru skíði og skór frá barnastærðum upp í fullorðinsstærðir. Hægt er að fá skíðakennslu um helgar og er kennd 1 klst. í senn gegn gjaldi.
Símar: 466 1010, 466 1005
Upplýsingasími: 878 1606
skidalsvik@skidalvik.is
http://www.skidalvik.is/
Fyrsta lyftan í Oddsskarði var tekin í notkun 1980. 1990 var önnur lyfta tekin í notkun, lyfta sem tekur við þar sem lyftu frá 1980 sleppir. Þar með var komin samfelld 1257,9 metra lyfta, þ.e. ferð með lyftunni byrjar í 513 metrum yfir sjávarmáli og þegar komið er upp á topp er viðkomandi kominn í 840 metra hæð yfir sjávarmáli. 1986 var tekin í notkun toglyfta í barnabrekku. Ný barnalyfta var tekin í notkun 1999 og leysti hún af hólmi gömlu toglyftuna. Barnabrekkan kallast nú Sólskinsbrekka enda nýtur sólar þar fyrst á morgnana.
Skíðaskálinn var byggður árið 1986. Í skálanum er veitingasala og hægt er að fá gistingu í svefnpokaplássi fyrir allt að 35 manns í einu. Troðari var fyrst notaður á svæðinu 1988 og svæðið var flóðlýst 1994. Skíðasvæðið er viðurkennt af FÍS, alþjóða skíðasambandinu og leyfilegt er að halda alþjóðleg skíðamót á svæðinu.
Sími: 476 1465
Símsvari: 878 1474
skidam@itn.is
http://www.oddsskard.is/
Skíðasvæði Húsavíkur er á Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk. Lyftan sem áður var í Skálamel var flutt og opnuð formlega þann 28.desember 2019.
Gönguskíðapor eru troðin reglulega uppá Reykjaheiði þegar aðstæður leyfa og er það þá auglýst á Facebook síðu skíðasvæða Norðurþings. Vanalega eru gönguspor frá desember/janúar – fram að vori (apríl/maí).
Svæðið er á Reykjaheiði rétt vestan Höskuldsvatn um 7 km. frá Húsavík. Akstursleiðin að svæðinu er upp Þverholt á Húsavík og þaðan áfram eftir malbikuðum vegi sem liggur til Þeistareykja.
Yfirleitt eru lagðar eru 3 og 5 km langar brautir og stundum lengri t.d. um helgar, og eru þær við allra hæfi.
Sími á skíðsvæði er 8239978
Upplýsingar á https://www.facebook.com/reydararhnjukur
https://www.northiceland.is/is/afthreying/thjonusta/husavik-ski-area
Á skíðasvæðinu í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi. Í dalbotninum er barnalyfta fyrir þá sem eru að taka fyrstu beygjurnar. Beint fram af Sandfellinu eru mjúkir en brattir hjallar sem aðeins eru troðnir að hluta, þannig að auðvelt er að skíða utanbrautar.
Innar í dalnum við Miðfellslyftuna, eru mýkri brekkur fyir meðalmennina sem reyndara skíðafólk sem ekki vill ýta sér niður brekkurnar ! Frá enda lyftunnar er upplagt að skella skíðunum á bakið og rölta upp á Miðfellið og njóta útsýnisins þaðan. Í sunnanverðu Miðfellinu er brött og skemmtileg brekka. Frá enda Miðfellslyftunnar eru mjúkar brekkur niður dalbotninn sem eru upplagðar fyrir fjölskylduna.
Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan.
Ef aðstæður leyfa búa starfsmenn til stökkpalla, bordercross brautir og fleira til að stytta brettaköppum stundir.
Á Seljalandsdal er nánast alltaf opið þegar viðrar til útivistar. Reynt er að troða brautir eins snemma á daginn og mögulegt er. Best er að afla sér upplýsinga í talhólfi skíðasvæðisins 878 1011. Skíðamenn sem stunda sína íþrótt eftir að dimmt er orðið, geta kveikt á brautarlýsingunni.
Troðnir eru 2,5, 3,5 og 5 km hringir. Frá Seljalandsdal liggja vegir til allra átta þó ekki séu alls staðar troðnar brautir. Auðvelt er að fara þaðan yfir á Breiðadalsheiði og þaðan niður í Engidal. Einnig má fara upp á Kistufell og niður í Hnífsdal eða yfir til Bolungarvíkur.
Í Tungudal er troðinn hringur á golfvellinum og um skógræktina þegar snjóalög leyfa. Fossavatnsgangan er haldin árlega um mánaðamótin apríl/maí .
Fullkomin lýsing er á báðum svæðum. Göngumenn kveikja sjálfir á brautalýsingu á Seljalandsdal og er rofinn utan á skíðaskálanum. Síðasti maður muni að slökkva ljósin.
Símar: 450-8000
Upplýsingar: 878-1011
Brekkur á skíðasvæðinu eru yfirleitt troðnar á morgnana og eru brautirnar yfirleitt þrjár, 600 metra langar hver. Brettamenn fá ótroðin svæði og stökkpallar útbúnir í samráði við þá. Göngubrautir eru troðnar víðsvegar. Ljósabraut – Bárubraut – er sunnan við skíðasvæðið og trimmbraut norðan við Ólafsfjarðarvatn, rétt við byggðina. Yfirleitt troðið á morgnana og brautirnar troðnar með spori.
Skíðaskálinn stendur neðst í brekkunni og er í góðu göngufæri frá bænum. Þar er mjög góð aðstaða fyrir gesti, veitingasala og afgreiðsla. Þá er þar aðstaða til gistingar.
Sími: 878 1977
skiol@simnet.is
http://skiol.fjallabyggd.is/
Facebook síða Skíðafélags Ólafsfjarðar
Innan borgarmarka Reykjavíkur eru þrjár skíðalyftur sem ætlaðar eru börnum og byrjendum. Lyfturnar eru opnar þegar aðstæður leyfa.
Lyfta er í Ártúnsbrekku við bæinn Ártún hjá gömlu Rafstöðinni og er ekið að henni frá Rafstöðvarvegi.
Önnur lyfta er við Jafnasel í Breiðholti á milli Seljahverfis og Fellahverfis.
Þriðja lyftan er í Grafarvogi og er staðsett meðfram göngustíg sem liggur upp að Húsahverfi. Erfitt er að finna bílastæði við hana.
Aðgangur að lyftunum er án endurgjalds.
Upplýsingar um opnun er í símsvara 878 5798.
Facebook síða Skíðasvæðanna í borginni.
Skíðasvæðið í Tindastól er sérstaklega gott fyrir alla fjölskylduna eftir að ný og glæsileg skíðalyfta var sett þar upp árið 2000. Fyrstu 300 metrarnir í aðalbrekkunni eru hentugir fyrir byrjendur en þar fyrir ofan er góður bratti. Auk þess eru góðar brautir fyrir gönguskíðafólk og gott svæði fyrir brettaiðkendur.
Topp lyftan var opnuð í mars 2019 og breytir svæðinu til muna með óendalegum leiðum niður. Lyftan er 1000 metrar. Byrjar í 600 metrum yfir sjávarmáli og fer upp í 918 metra yfir sjávarmáli við enda lyftunar.
Á skíðasvæðinu er höfuðáhersla lögð á persónulega þjónustu. Í þjónustuhúsinu er í boði kaffi, kakó og frábært bakkelsi, auk skíðaleigu.
Sími: 453 6707
Upplýsingasími: 878 3043
http://www.skitindastoll.is/
Á svæðinu er 1 km löng diskalyfta og byrjendalyfta rétt ofan við skíðaskálann með þægilegum halla. Austur-Hérað og Seyðisfjarðarkaupsstaður reka saman skíðasvæðið í Stafdal, sem liggur á milli Efri-Stafs og Neðri-Stafs í Fjarðarheiði. Aðeins er 10 mín. akstur frá Seyðisfirði og 15 mín. akstur frá Egilsstöðum. Skíðabrekkurnar í Stafdal eru við allra hæfi auk þess sem svæðið er flóðlýst.
Að margra mati er skíðasvæðið í Stafdal eitt besta svig-, skíða-, og snjóbrettasvæði landsins. Góð aðstaða er fyrir brettafólk á svæðinu Stutt í víðáttuna fyrir vélsleðafólk. Vélsleðafólk hefur víðáttu og auðfarnar slóðir í allar áttir til að ferðast um frá Stafdal. Aðeins tekur rúma klukkustund að skjótast á vélsleða að hinum frægu Dyrfjöllum.
Sími: 472 1551
Símsvari: 878 1160
http://stafdalur.is/
Skíðalyftur eru fjórar:
Skíðasvæðið byrjar í 200m hæð og nær uppí 650m.
Skíðaskálinn sem staðsettur er neðst á svæðinu er salerni en salerni eru einnig við Bunuglyftu.
Neðsta lyfta, diskalyfta af Doppelmayr gerð, 430 m. löng. Fallhæð 100 m. Afkastar 480 manns á klukkustund. Byggð 1988.
T-lyfta, einnig af Doppelmayr gerð, 1034 m. löng. Fallhæð 220 m. Afkastar 720 manns á klukkustund.
Bungulyfta, diskalyfta af Doppelmayr gerð, 530 m. löng. Fallhæð 180m. Afkastar 550 manns á klukkustund. Byggð 2001.
Hálslyfta, diskalyfta af Dopelmayr gerð, 340m löng. Fallhæð 100 m. Afkastar 500 manns á klst. Byggð 2012.
Aðstaða fyrir skíðagöngu er við Íþróttamiðstöðina að Hóli. Troðinn er 3 km. hringur fyrir almenning um helgar. Troðin er braut upp að Súlum,
c.a. 4 km hringur. Gaman að skinna þann hring og þaðan er frábært útsýni yfir fjörðinn.
Sími: 467 1806
Símsvari: 878 3399
skard@simnet.is
www.skardsdalur.is
Hér til hliðar má finna tengla á nokkur erlend skíðasvæði. Listinn er ekki á nokkurn hátt tæmandi og því gott að fá tengla frá ykkur sem þið teljið áhugaverða. Endilega sendið ábendingar um áhugaverð skíðasvæði í útlöndum á netfangið skidi@skidasvaedi.is.
- Skiclub.co.uk (alþjóðlegur)
- Skiinfo.no (alþjóðlegur)
- Grandvalira (Andorra)
- Katschberg (Austurríki)
- Kitzbühel (Austurríki)
- Mayrhofen (Austurríki)
- St. Anton (Austurríki)
- Schladming (Austurríki)
- Sölden (Austurríki)
- Tux (Austurríki)
- Wagrain (Austurríki)
- Aspen (Bandaríkin)
- Park City (Bandaríkin)
- Sun Valley (Bandaríkin)
- Chamonix (Frakkland)
- Les Menuires (Frakkland)
- Val d’Isère (Frakkland)
- Madonna (Ítalía)
- Val Gardena (Ítalía)
- Á skíðum í Noregi
- Geilo (Noregur)
- Hemsedal (Noregur)
- Zermatt (Sviss)
- Åre (Svíþjóð)