Bláfjöll
- Erum að skoða aðstæður. Lokað eins og er. Nýjar upplýsingar koma kl. 11
Það verður að vera með GRÍMU, ekki buff í röðunum og á leiðinni í lyftunum.
Minnum á covid takmarkannir, td eins og í miðasölu, allt fer fram á netinu. Engin miðasala er í Bláfjöllum. Allir þurfa að eiga harða kortið til að geta verslað á netinu.

Heimatorfa
- Brettalyfta
- Drottningin, 2 sæta
- Kóngurinn, 4 sæta
- Lilli klifurmús
- Patti broddgöltur
- Töfrateppi
- Amma mús
- Hérastubbur
- Hringekja
- Dew dýnan
- Mohawks parkið
Suðursvæði
- Bangsadrengur
- Mikki refur
- Kormákur afi
- Jón Oddur
- Jón Bjarni
- Amma Dreki
Gönguleiðir
- Leiruhringur (1 km)
- Grunnbraut (2.5 km)
- Fimman (5 km)
- Strompahringur (6.5 km)
- Kerlingardalur (12 km)
- Út fyrir hól.
- Hluti af Strompunum
Opnunartímar Bláfjalla
14:00 – 21:00
17:00 – 20:00
10:00 – 17:00

Skíðafólk
Fyrir byrjendur mælum við einna helst með að halda sig í nágrenni skálanna, þar sem auðveldustu lyfturnar eru.
Í Kóngsgili er Kóngurinn (nýja stólalyftan), Drottningin (gamla stólalyftan), Lilli klifurmús (Borgarlyftan). Patti broddgöltur (kaðallyftan) og svo auðvitað þau Amma mús og Hérastubbur (byrjendalyfturnar við Blafjallaskálann). Það er frábær staður fyrir byrjendur með auðveldum brekkum. Þar eru líka leiktæki til að hleypa enn meira lífi í skíðaferðina fyrir smáfólkið.
Sunnar komum við svo að Sólskinsbrekku og Suðurgili. Í Sólskinsbrekku er Mikki refur (tengilyfta Suðursvæðis og Kóngsgils), Jón Oddur og Jón Bjarni (diskalyfturnar tvær), Amma dreki (byrjendalyftan) og í Suðurgili er Gosinn (stólalyftan). Auðvelt er að komast á milli Sólskinsbrekku og Kóngsgils með því að fylgja troðinni braut sem tengir svæðin.

Brettafólk
Við mælum með því að snjóbrettafólk nýti sér Kónginn og Drottninguna og haldi sig á svæðinu norður af Drottningunni.
Við viljum hvetja brettafólk til að fara varlega í snjóhengjum sem eru utan hins skipulagða skíðasvæðis vegna snjóflóðahættu.
Samkvæmt öryggisreglum skíðasvæða á brettafólk alltaf að vera með annan fótinn lausan í stólalyftu og skylda er að hafa öryggisól á brettinu tengda við sig.

Slys og óhöpp
Ef skíða- eða brettafólk verður fyrir óhappi eru sérþjálfaðir starfsmenn okkar ávallt reiðubúnir til aðstoðar. Ef um alvarlegri slys er að ræða þurfa nærstaddir að leita aðstoðar næsta starfsmanns strax og mun hann sjá um að koma boðum til sérþjálfaðra skyndihjálparmanna sem bregðast við eftir aðstæðum.
Minniháttar meiðsli meðhöndlum við fúslega í Bláfjallaskála, en þá er gengið inn um starfsmannainngang á norðurgafli hússins. Starfsmönnum okkar er ljúft og skylt að veita þá aðstoð sem þeir eru færir um að veita hverju sinni.
Lyftur
Kóngsgil
Kóngurinn

Árgerð: 2004
Flutningsgeta: 2200 menn/klst
Lengd: 762m
Fallhæð: 223m
Drottningin

Árgerð: 1978
Flutningsgeta: 1100 (menn/klst)
Lengd: 700m
Fallhæð: 200m
Brettalyfta

Árgerð: 1989
Flutningsgeta: 665 (menn/klst)
Lengd: 595m
Fallhæð: 102m
Lilli klifurmús

Árgerð: 1974
Flutningsgeta: 703 (menn/klst)
Lengd: 231m
Fallhæð: 74m
Patti broddgöltur

Árgerð: 2003
Flutningsgeta: 1500 (menn/klst)
Lengd: 100m
Fallhæð: 10m
Töfrateppið

Lengd: 100m
Fallhæð: 10m
Amma mús

Árgerð: 1986
Flutningsgeta: 717 (menn/klst)
Lengd: 199m
Fallhæð: 21m
Hérastubbur

Árgerð: 1992
Flutningsgeta: 718 (menn/klst)
Lengd: 293m
Fallhæð: 22m
Kárafold

Fyrir 10 ára og yngri
Einn á hverjum púða
Suðurgil
Jón Oddur

Árgerð: 1978
Flutningsgeta: 663 (menn/klst)
Lengd: 389m
Fallhæð: 106m
Jón Bjarni

Árgerð: 1999
Flutningsgeta: 663 (menn/klst)
Lengd: 389m
Fallhæð: 106m
Amma dreki

Árgerð: 1988
Flutningsgeta: 712 (menn/klst)
Lengd: 213m
Fallhæð: 35m
Mikki refur

Árgerð: 2003
Flutningsgeta: 695 (menn/klst)
Lengd: 552m
Fallhæð: 91m
Kormákur afi

Árgerð: 1991
Flutningsgeta: 653 (menn/klst)
Lengd: 281m
Fallhæð: 48m
Bangsadrengur

Flutningsgeta: 1500 (menn/klst)
Lengd: 90m
Fallhæð: 10m